Samskipti
- Heim
- Samskipti
Samskipti
- Góð og skýr samskipti eru stór hluti af því að allt gangi smurt fyrir sig.
- Plönin sem ég set upp eru ekki heilög - við getum þurft að aðlaga það eftir sérþörfum á fyrstu vikunum!
- Þú færð fleiri en einn valkost á hverja máltíð sem gefur þér hugmyndir um hvernig er hægt að borða. Svo getur þú skipt X fyrir Y svo lengi sem næringargildin stemma.
- Þú færð bullet proof leiðbeiningar um hvernig þetta virkar í appinu og svo er ég þér innan handar.
- Ég býð ekki upp á heimaprógröm, en við getum aðlagað prógramið eftir tækjasalnum þar sem þú æfir!
- Ég er alltaf með símann við hendina og svara skilaboðum oftast mjög hratt, en maður er þó mennskur og stundum er maður ekki í netsambandi!
- Vikuleg check-in eru til þess að fara yfir liðna viku og sjá hvort planið sé að skila okkur þeim árangri sem við ætlumst til af því, og þá gera breytingar ef þess þarf!
- Númer 1.2.3 er að þú getir fylgt planinu - það sé raunhæft.
- Þú svarar ítarlegum spurningalista við skráningu og oftast hitti ég í mark með solid plan í byrjun. Það kemur þó fyrir að við þurfum að aðlaga planið og þá gerum við það gegnum check-ins á fyrstu vikunum.
- Það sama á við ef breytingar eru á þínu lífi, þá getum við þurft að breyta planinu okkar! ATH: Markmiðin haldast eins, planið breytist bara.
- Að vera í formi og hugsa vel um sig er ekki vinna, þetta er að mínu mati eina leiðin til að lifa lífinu.
- Þér á að hlakka til að borða hverja máltíð, æfa og fara á koddann vitandi að þú gerðir allt í dag til að verða betri á morgun.